Jafnréttisstefna Ískrafts

Ískraft leggur áherslu á að gæta fyllsta jafnréttis milli starfsmanna fyrirtæksisins, kvenna og karla — og að hver starfsmaður sé metinn og virtur að verðleikum á eigin forsendum án tillits til kynferðis. Með jafnri stöðu kynja nýtist sú auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfi þeirra. Þannig verði tryggt að mannauður fyrirtæksins verði sem best nýttur.

Við erum liðsheild. Fordómar, einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin innan Ískrafts. Starfsmaður sem verður uppvís að slíkri hegðun í garð annars starfsmanns eða viðskiptavinar getur átt von á alvarlegri áminningu og jafnvel brottrekstri.