Mannauðsstefna
Starfsfólk Ískrafts er mikilvægasta auðlind fyrirtækisins og er það stefna fyrirtækisins:
- Að hafa ætíð á að skipa áhugasömu, traustu og þjónustulunduðu starfsfólki.
- Að leggja áherslu á markviss vinnubrögð, skýra ákvarðanatöku og frumkvæði í starfi.
- Að hafa hvetjandi starfsumhverfi í skýru og virku skipulagi.
- Að hlúa sem best að fræðslu og þjálfun starfsmanna til að þeir skilji og framkvæmi áherslur fyrirtækisins.
- Að starfsfólk sé metið að verðleikum.
- Að öflugt upplýsingastreymi sé á milli stjórnenda fyrirtækisins og starfsmanna.