Ískraft appið
Ískraft appið einfaldar innkaup og afgreiðslu fagfólks um allt land. Með appinu geturðu pantað vörur á örfáum mínútum og sótt þær í næsta vöruhús innan klukkutíma. Þú sérð lagerstöðu í rauntíma, skoðar fyrri pantanir og fylgist með öllum verkefnum þínum á einum stað. Appið gerir þér kleift að bæta við úttektaraðilum, tengja afsláttarkjör og merkja vörur eða vöruflokka við ákveðin verk – þannig heldur þú fullkomnu yfirliti og sparar dýrmætan tíma.
Sækja má Ískraft appið ókeypis í App Store og Google Play.