Öll vörukaup færð í reikning og er hvert úttektartímabil almanaksmánuðurinn. Uppsöfnuð viðskiptaskuld hvers almanaksmánaðar er með gjalddaga 1. dag næsta mánaðar og eindagi 14. þess sama mánaðar

Hvernig get ég stofnað mánaðarreikning í Húsasmiðjunni?

Þú byrjar á því að mæta í eitt af útibúum okkar eða á skrifstofu Viðskiptareikninga Holtagörðum við Holtaveg. Þar fyllir þú út umsókn um reikningsviðskipti og ábyrgðaryfirlýsingu.

Skilyrði fyrir því að reikningsumsókn sé samþykkt er að viðkomandi eða ábyrgðarmaður sé fasteignareigandi og ekki á skrá hjá Creditinfo Ísland.

Fyrirtæki þurfa að koma með ábyrgðarmann sem er fasteignareigandi og ekki á skrá hjá Creditinfo Ísland.

Við hærri fjárhæðir eða fjármögnun fram að láni frá banka förum við fram á annarskonar tryggingar. 
Viðskiptareikningar veita upplýsingar um það, hafið endilega samband í síma 525-3274 eða sendið póst á innheimta@husa.is

Hærri fjárhæðir/fjármögnun!

Við hærri fjárhæðir eða fjármögnun fram að láni frá banka förum við fram á annarskonar tryggingar.

Viðskiptareikningar veita upplýsingar um það, hafið endilega samband í síma 525-3274 eða sendið póst á innheimta@husa.is