Almennir viðskiptaskilmálar Ískraft

Þeir viðskiptamenn sem sækja um reikningsviðskipti samþykkja viðskiptaskilmála Húsasmiðjunnar ehf. eins og þeir eru á hverjum tíma. Vakin er athygli á því að skilmálarnir geta breyst án fyrirvara og án sérstakrar tilkynningar.

Viðskiptareikningar — almennt

Viðskiptareikningar Húsasmiðjunnar ehf. eru í formi mánaðarreikninga og er úttektartímabil hver almanaksmánuður.

Gjalddagi skuldar á viðskiptareikningi hvers mánaðar er 1. næsta mánaðar. Eindagi þessarar sömu skuldar er 14. þess mánaðar.

Sé greitt í síðasta lagi 14. næsta mánaðar eftir úttektarmánuð falla umsamdir afslættir ekki niður.

Húsasmiðjan ehf. áskilur sér rétt til að bakfæra alla áunna afslætti og þar með talda afslætti sem veittir eru í sérstökum tilboðum til viðskiptamanns ef greitt er eftir eindaga sem er 14. næsta mánaðar eftir úttektarmánuð.

Afslættir viðskiptamanns reiknast ekki af tilboðsverði eða stjörnumerktri vöru (stjörnuverð) eða vörum á lægsta lága verði Húsasmiðjunnar ehf. sem er sérstaklega merkt í verslunum.

Verði um verulegar breytingar á viðskiptaumhverfi að ræða áskilur Húsasmiðjan ehf. sér rétt til þess að breyta afsláttarkjörum viðskiptamanns án fyrirvara eða sérstakrar tilkynningar.

Skil á vöru(m) í Ískraft: Vöru sem er í söluhæfu ástandi, á þar við bæði innihald og umbúðir, fæst skilað innan 10 daga gegn framvísun reiknings og með 15% afföllum.

Greiðsluseðlar, greiðsluseðlagjald

Greiðsluseðlar eru sendir viðskiptamönnum í byrjun hvers mánaðar eða birtir á vefnum fyrir þá sem þess óska. Viðskiptamönnum ber að gera athugasemdir fyrir 14. dags þess mánaðar sem greiðsluseðillinn er sendur út eða birtur. Berist ekki athugasemdir innan þess tíma telst skuldastaðan rétt.

Viðskiptamönnum ber að senda Húsasmiðjunni ehf. sannanlega tilkynningu um breytt heimilisfang.

Þeir viðskiptamenn sem fá senda greiðsluseðla samþykkja að greiða sérstakt greiðsluseðlagjald sem skuldfært er á viðskiptareikning mánaðarlega. Gjaldið er ekki innheimt ef greiðsluseðill birtist eingöngu á netinu að ósk viðskiptamanns.

Vaxtakjör

Sé reikningur ekki greiddur á eindaga sem er 14. næsta mánaðar eftir úttektarmánuð reiknast dráttarvextir eins og þeir eru auglýstir á hverjum tíma hjá Seðlabanka Íslands frá og með gjalddaga.

Úttektaraðilar eða leyniorð

Viðskiptamaður skal tilkynna sérstaka úttektaraðila á reikning sinn og/eða óska eftir leyniorði eða leyninúmeri svo komið sé í veg fyrir misnotkun. Sé slíkt ekki gert eru allar úttektir á ábyrgð viðskiptaaðila og þar af leiðandi ábyrgðaraðila þó um misnotkun sé að ræða.

Viðskiptamanni ber skylda til að fylgjast með öllum breytingum á úttektaraðilum og er slíkt alfarið á ábyrgð viðskiptaaðila og ber honum að tilkynna Húsamiðjunni ehf. með sannanlegum hætti um breytingar. Úttektaraðili telst því hafa heimild til að taka út af reikningnum uns breytingar hafa verið tilkynntar sannanlega.

Hafi viðskiptamaður ekki tilkynnt sérstaka úttektaraðila á viðskiptareikning eða óskað eftir leyniorði eða leyninúmeri eru allar úttektir hverju nafni sem nefnast á ábyrgð viðskiptaaðila. Þá geta viðskiptamenn óskað eftir því að úttektaraðilar sýni skilríki við hverja úttekt til að tryggja öryggi enn frekar.

Úttektarheimildir

Úttektarheimildir viðskiptamanna eru í upphafi viðskipta m.a. ákvarðaðar á grundvelli mats á tryggingum sem viðskiptamaður leggur fram og er það mat endurskoðað reglulega. Úttektarheimildir kunna því að breytast án þess að það sé tilkynnt sérstaklega.

Innheimtukostnaður, vanskil

Falli skuld í eindaga eru send út innheimtubréf og innheimtuviðvörun og er kostnaður samfara þessari innheimtu skuldfærður á viðskiptareikning viðskiptamanns. Vísað er til laga nr. 95/2008 og reglugerðar varðandi innheimtugjöld. Sé innheimtuviðvörun og innheimtubréfum ekki sinnt hefur Húsasmiðjan ehf. fulla heimild til að senda viðskiptaskuld í lögfræðiinnheimtu án frekari fyrirvara.

Húsasmiðjan hefur heimild til að skrá vanskil sem varað hafa lengur en 40 daga til Creditinfo með vísan til gildandi viðskiptaskilmála.

Varnarþing

Komi til þess að skuld sé send í lögfræðinnheimtu er heimilt að reka slík mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur viðskiptamanni og ábyrgðaraðilum.

Ábyrgðaraðilar — lög um ábyrgðarmenn

Ábyrgðaraðilum er sérstaklega bent á að kynna sér efni ábyrgðaryfirlýsinga sem þeir skrifa undir. Eru ábyrgðaraðilar hvattir til að kynna sér lög um ábyrgðarmenn og er ábyrgðarmönnum bent á að kynna sér efni laganna. Lögin eru nr. 32/2009.

Með undirritun sinni á ábyrgðaryfirlýsingu eru ábyrgðarmenn að ábyrgjast skuld viðskiptamanns/aðalskuldara sem sína eigin skuld upp að þeirri fjárhæð sem þeir ábyrgjast. Séu ábyrgðaraðilar fleiri en einn ábyrgist hver um sig fulla greiðslu gagnvart kröfuhafa. Sérreglur gilda um uppgjör milli ábyrgðaraðila komi til þess að einn ábyrgðaraðili geri kröfuna upp.

Ábyrgðaraðilum ber að afturkalla ábyrgð sína með sannanlegum hætti. Ábyrgðin stendur fyrir þeirri skuld sem til staðar er þegar ábyrgðin er afturkölluð auk vaxta og kostnaðar sem fellur á innheimtuna eftir að ábyrgðin er afturkölluð.

Er sérstaklega bent á að ef fyrirtæki eru seld eða aðrar breytingar verða á rekstri fyrirtækja og lögaðila verður að tilkynna Húsasmiðjunni ehf. um breyttar forsendur og afturkalla þá ábyrgð sem til staðar er þar sem Húsasmiðjunni ehf. er ekki kostur að fylgjast með eignabreytingum fyrirtækja og lögaðila.

Vöruskil og ábyrgð

Lög um lausafjárkaup nr. 50/2000 og lög um neytendakaup nr. 48/2003 gilda í viðskiptum um sölu á vöru eftir því sem við á.

Þá gild lög um þjónustukaup nr. 42/2000 í þeim tilvikum sem sérstök þjónusta er veitt í formi viðgerða ofl.

Telji viðskiptamaður að vara hafi verið gölluð við afhendingu eru kvörtunarfrestir mislangir eftir ákvæðum laganna. Um er að ræð fresti frá 2 árum upp í 5 ár eftir því um hvaða vörur er að ræða og hvað fellur undir skilgreiningu laganna. Bent er á að sönnunarbyrði fyrir því að vara hafi verið gölluð við afhendingu færist almennt yfir á kaupanda eftir því sem lengri tími líður frá því að vara var keypt.

Kvörtunarfrestir taka til þess að kaupendur geta kvartað innan lögbundinni kvörtunartíma ef sannast að vara hafi verið haldin galla. Kaupendur geta ekki kvartað eða gert kröfu um viðgerðir ef um eðlilegt slit á vöru er að ræða eða ef vara bilar vegna slæmrar eða rangrar meðferðar sem verður á söluhlut í meðförum viðskiptamanna innan kvörtunarfresta.

Sannanlegir gallar sem talið er að hafi verið til staðar við kaupin og koma fram síðar og innan kvörtunarfresta er það sem seljanda ber eingöngu að bæta. Komi upp grunur um galla ber kaupendum að tilkynna um slíkt án ástæðulauss dráttar.

Kaupendur bera ábyrgð á að kaupa vörur sem hæfa þeirri starfsemi sem varan er ætluð til. Vörur sem seldar eru sem tæki til nota fyrir iðnaðarmenn og verktaka eru vandaðri og einnig dýrari en vörur sem seldar eru til notkunar á heimilum og fyrir einstaklinga. Sé vara sem ætluð er til nota fyrir einstaklinga notuð í öðum tilgangi (t.d. fyrir iðnaðarmenn) þá hefur kaupandi ekki rétt á að kvarta vegna meintra galla sem upp kunna að koma þar sem varan var ekki gerð til slíkrar notkunar.

Þá ber kaupendum að kynna sér vel meðferð hins selda og fara að öllu leyti eftir leiðbeiningum sem framleiðendur eða seljandi upplýsa um.

Sé vara auglýst með sérstökum ábyrgðartíma sem er lengri en lögbundnir kvörtunarfrestir segja til um gildir sú ábyrgð framleiðanda. Slíkar ábyrgðir eru oftast háðar ákveðnum skilyrðum sem kaupendur þurfa að uppfylla og er kaupendum bent á að kynna sér þau skilyrði sérstaklega.

Seljandi á ávalt rétt á að yfirfara hið selda og meta hvort um galla er að ræða sem seljandi ber ábyrgð á og koma hinu selda í samt lag.

Skilaréttur

Ef viðskiptavinur vill skila vöru sem keypt er í Ískraft er mögulegt að...