Hleðslulausnir fyrir fjölbýli og fyrirtæki

 

Homebox Slim hleðslustöðin frá Elinta er fjölhæf hleðslulausn sem hentar vel fyrir fjölbýli og fyrirtæki þ‏‏ar sem setja þarf upp álagsstýrt kerfi fyrir fjölda stæða.
Hún tekur jafnt einn til þrjá fasa, 16 til 32 amper með hleðslugetu upp á allt að 22kW. Stöðin er sterkbyggð og veður‏þolin fyrir íslenskar aðstæður svo hún hentar jafnt í bílakjallarann sem og úti á bílaplani.
Hægt er að vegghengja stöðina eða festa hana á staur. Staurinn er nettur, stílhreinn og gengur fyrir eina til tvær stöðvar.

 

 

• Allt að 22kW hleðslugeta
• Innbyggð DC lekavörn
• MID vottaður mælir í hverri stöð
• Internet/RFID/OCPP 1.6 samhæft
• 3 ára ábyrgð
• 2 litir í boði, hvítur og svartur
• Möguleiki á rauntíma álagstýringu

Skoða í vefverslun

Skýjalausn

Elinta stöðvunum fylgir aðgangur að Elios skýjalausninni þar sem öll notkun er skráð og sundurliðuð eftir stöðvum og notendum.
Umsjónarmenn og gjaldkerar hafa einir aðgang að gögnunum fyrir hvert kerfi og geta ‏‏þannig séð um að rukka notendur fyrir notkun hvers og eins. Elinta keyrir á samskiptastaðli sem bakendaþjónustur nota ef húsfélög vilja frekar notfæra sér slíka þjónustu.

Einnig hefur hver notandi aðgang að appi fyrir sína stöð og getur þar fylgst með og stýrt hleðslunni
hjá sér. Aðgengi og notkun er stýrt með appinu eða með RFID lykli sem er stílaður á hvern notenda og fylgir með hverri stöð.

 

Samantekt um notkun hjá hverjum notenda, stöð eða kerfi
• Umsjón með notandum og nýskráningar
• Yfirlit og bilanaleit í kerfi
• Uppfærslur á hugbúnaði
• Tímaáætlanir og álagsstýring

Raunálagsstýring

Álag á stofn bygginga er misjafnt yfir sólarhringinn. Álagsstýringin deilir
því aukaafli í hleðslustöðvarnar sem stofninn býður upp á án þess að
það bitni á daglegri notkun. Í hleðslukerfi er þessu aukaafli deilt milli
stöðva upp að vissu marki. Þegar margir bílar eru tengdir og deilingin
hefur náð ákveðnu lágmarki fara bílarnir í röð og þegar einn klárar
hleðslu byrjar annar.

Skoða í vefverslun

Tilboðsgerð og ráðgjöf

 

Ískraft í samvinnu við löggilta rafverktaka gera tilboð í kerfi fyrir húsfélög og fyrirtæki með öllu efni og vinnu. Tilboðum er yfirleitt skipt upp .þannig að verð er gert í svokallað grunnkerfi, þar sem lagt er fyrir stöð í hvert stæði með tilheyrandi varbúnaði og álagsstýringu. Því næst fylgir hvað stöðin kostar með vinnu og öllu. Hafðu samband og ráðgjafar okkar hjálpa þér að finna réttu lausnina fyrir þínar aðstæður.

Hafa í síma 535-1200  eða sala@iskraft.is