Qudo hleðslustöðin: norsk gæði, 5 ára ábyrgð og frábært verð

Qudo hleðslustöðin hefur slegið öll sölument hjá okkur, enda bjóðum við frábært verð, 5 ára ábyrgð og norsk gæði sem stenst bæði íslenska veðráttu og uppfyllir íslenska byggingareglugerð. Qudo hleðslustöðin er með innbyggðan bilanastraumsrofa og 6mA dc vörn. Hægt er að læsa kaplinum í stöðinni og skilja hann eftir.

Qudo er hönnuð í Noregi og er gerð til ‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏‏þess að þola íslenska veðráttu. Innbyggð lýsing með ljósnema er á stöðinni. Gott leiðarljós sem kveikir þegar dimma tekur og slekkur aftur þegar birtir. Einnig er hún með aðgangsstýringu sem gerir það að verkum að hægt er að læsa stöðinni fyrir óæskilegri notkun.

Stöðin er með 5 ára ábyrgð frá framleiðanda sem gerir hana einstaka á íslenskum markaði. Uppsetning er einstaklega þægileg, en við minnum á að uppsetning á hleðslustöðvum er tilkynningarskyld og skal vera framkvæmd af löggiltum rafverktökum. Hér má skoða vöruna í vefverslun. 

QUDO þróar hleðslustöðvar sem uppfyllir þarfir notandans

Hjá Qudo er mikil reynsla á sviði hönnunar og vöruþróunar og hefur fyrirtækið þróað þessa hleðslustöð með það að markmiði að bregðast við óskum viðskiptavina bjóða hleðslstö með allar réttu lausnirnar. Sífelld vöruþróun er í gangi hjá Qudo þar sem markmiðið er að bjóða lausn sem uppfyllir óskir og þarfir markaðarins hverju sinni. Það skýrir hvers vegna Qudo hefur slegið svo rækilega í gegn – notandinn er alltaf númer eitt.

Ískraft er í samvinnu við fjölda rafvirkja og sölumenn okkar aðstoða ykkur við val á búnaði og koma ykkur í samband við löggilta rafverktaka sem sjá um uppsetningar á þeim búnaði sem keyptur er hjá okkur.

Góð kennslumyndbönd eru hér neðar á síðunni sem sýnir vel hvernig hægt er að nota stöðina.

Nánari upplýsingar gefa sölumenn okkar í síma 5351200

Myndbönd

Skoðaðu myndböndin sem sýna eiginleika Qudo hleðslustöðvarinnar.

QUDO auðveld í uppsetningu og notkun

Skoðaðu vöruna í vefverslun.

Smelltu hér