Umhverfisstefna Ískrafts
Ískraft skuldbindur sig til að vinna með markvissum aðgerðum að því að lágmarka umhverfisáhrif starfseminnar.
Með því að:
- Starfa samkvæmt þeim reglum og lögum sem gilda um umhverfisvernd á Íslandi.
- Hafa að leiðarljósi að taka ákvarðanir sem stuðla að heilbrigðu umhverfi og skynsamlegri nýtingu auðlinda.
- Leita stöðugt leiða til að spara orku, minnka úrgang og starfa í sem mestri sátt við umhverfi fyrirtækisins.
- Að starfsstöðvar fyrirtækisins uppfylli lög og reglugerðir í umhverfismálum.
- Hvetja til virðingar fyrir umhverfinu og leggja áherslu á skyldur hvers og eins starfsmanns til að svo megi verða.
- Vinna markvisst að fræðslu og þjálfun starfsmanna til að koma í veg fyrir óhöpp og mengunarslys af völdum starfseminnar.
- Hafa framkvæmt áhættumat fyrir rekstrareiningar þess eins og lög kveða á um og hvetja starfsmenn til árvekni í þessum málum.
Hleðslustöðvar
Ískraft var með þeim fyrstu til að bjóða upp á hleðslutöðvar fyrir rafmagnsbíla í Fagmannaverslun árið 2017
Umhverfisvænar vörur
Við leggjum metnað okkar í að bjóða upp á mikið úrval af umhverfisvænum vörum.
Við flokkum sorp
Við höfum í mörg ár unnið markvisst að því að minnka sóun og flokka sorp í verslunum okkar um land allt og á skrifstofum