ÍSKRAFT
ÍSKRAFT var stofnað af Herborgu Halldórsdóttur og Hreggviði Þorgeirssyni í nóvember 1975. Árið
1980 jukust umsvifin á hinum almenna rafiðnaðarmarkaði og hefur síðan verið unnið stöðugt að
útvíkkun starfseminnar á því sviði. Í árslok 1987 sameinuðust ÍSKRAFT og Ásel hf. í Garðabæ og jókst
þá vöruúrvalið á sviði töflubúnaðar verulega.
ÍSKRAFT var í upphafi rekið að Sólheimum 29-33 í Reykjavík en árið 1997 flutti Ískraft á Smiðjuveg 5
í Kópavogi en fluttu 2023 höfuðstöðvar sínar þaðan að Höfðabakka 7 í Reykjavík þar sem starfsemin er í dag.
Í júní árið 2000 var starfsemi perudeildar H.G.Guðjónssonar ehf. sameinuð ÍSKRAFT og í ársbyrjun 2001 voru lampadeildir Árvíkur ehf. og Seguls ehf. sameinaðar ÍSKRAFT.
Í október árið 1999 keypti Húsasmiðjan ÍSKRAFT og hefur sú breyting eflt starfsemina enn frekar með
auknu vöruúrvali og þjónustu við viðskiptavini okkar.
Hjá ÍSKRAFT eru fjögur svið. Lágspennusvið, Háspennusvið, Ljósleiðarar og Tölvulangarefni og
Iðnstýringasvið. ÍSKRAFT býður í dag uppá vandaðar heildarlausnar frá mörgum af fremstu
framleiðendum heims á sínu sviði.
Starfsemin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Ískraft er með starfsemi á fjórum stöðum á
landinu. Reykjavík, Akureyri, Reykjanesbæ og Akureyri. Hjá fyrirtækinu starfa í dag um 40 starfsmenn
sem sinna sölu, þjónustu og ráðgjöf.
ÍSKRAFT hefur á undanförnum árum markvisst fjölgað umhverfisvottuðum vörum í vöruúrvali ásamt
vörum sem færa má rök fyrir að séu umhverfisvænni valkostur en aðrar sambærilegar vörur til sömu
nota. Um að ræða vörur sem hafa viðurkenndar vottanir eins og Svaninn, umhverfismerki
Norðurlanda.
Ískraft og Húsamiðjan hefur verið valið fyrirmyndarfytæki VR undanfarin ár. Ískraft og Húsasmiðjan
voru jafnlaunavottuð 2019.
Húsasmiðjan er hluti af BYGMA
Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa samtals um 2.100 manns í meira en 100 verslunum. BYGMA er danskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1952 og er í dag ein af leiðandi byggingavörukeðjum í Danmörku.
Vissir þú að Ískraft...
- var stofnuð árið 1975
- rekur 4 útibú um land allt
- hefur verið hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA síðan 2012
Gildin okkar eru...
- Þjónusta
- Metnaður
- Sérþekking